Vieira gæti tekið við öðru starfi á Englandi um leið – DV

0
132

Laugardagur 15.apríl 2023

Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace (Mynd /Getty Images)

Patrick Vieira gæti verið að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina stuttu eftir að hafa yfirgefið Crystal Palace.

Vieira var rekinn frá Palace eftir slæmt gengi á dögunum og tók Roy Hodgson við starfinu í kjölfarið.

Vieira gæti verið á leið í nýtt starf samkvæmt enskum miðlum og er efstur á óskalista Nottingham Forest.

Það fer eftir því hvort Cooper verði rekinn frá Forest en liðið er í harðri fallbaráttu þessa stundina.

Vieira er 46 ára gamall Frakki en hann gæti horft í það að finna sér nýtt starf í sumar er deildarkeppninni er lokið.

Enski boltinn á 433 er í boði

Fleiri fréttir Mest lesið Nýlegt