7 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

Vieira rekinn frá Nice eftir mótmæli

Skyldulesning

Nice er búið að reka Patrick Vieira úr starfi sínu sem þjálfari Nice eftir að liðið féll úr Evrópudeildinni í gær.

Fyrir leikinn voru mótmæli þegar liðið var að keyra að vellinum en stuðningsmenn vildu Vieira burt, þeir hafa fengið ósk sína uppfyllta.

Nice féll úr leik í gær í Evrópudeildinni og kemst ekki áfram í 32 liða úrslit. Nice situr í ellefta sæti frönsku deildarinnar.

Nice er í eigu Jim Ratcliffe sem er milljarðamæringur frá Bretlandi en hann ákvað að reka Vieira.

Vieira er 44 ára gamall en hann stýrði New York City áður en hann hélt til Nice.

OGC Nice ultras blocking the team bus from departing ahead of the game vs Bayer Leverkusen – they are unhappy with the team’s performances & Patrick Vieira. Bus eventually got to the stadium safely. pic.twitter.com/31fsbJJ3iX

— Get French Football News (@GFFN) December 3, 2020

Innlendar Fréttir