-1 C
Grindavik
23. janúar, 2021

Vigdísi finnst of mikið að eyða 100 miljónum í þetta – Sóley segir ástæðuna vera svo Vigdís geti „ausið níði um allar trissur“

Skyldulesning

Í gær fjallaði Kjarninn um mál upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Þar kom fram að samkvæmt svari borgarinnar væru upplýsingafulltrúar í níu stöðugildum hjá borginni, og að árlegur launakostnaður við þessi stöðugildi væri 102 millj­ón­ir íslenskra króna.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ekki sátt með það. Í færslu sem birtist á Facebook síðu hennar í morgun kemur það skýrt fram. Hún segir að Reykjavík eigi að sinna lögbundinni- og  grunnþjónustu, og virðist ekki vera á þeirri skoðun að það þurfi svo marga upplýsingafulltrúa í það.

„Hugsið ykkur bruðlið.

Rúmar 100 milljónir í upplýsingafulltrúa.

Við eru að tala um sveitarfélag sem á að sinna lögbundinni – og grunnþjónustu, auk þess að þjónusta við borgarbúa gangi smurt fyrir sig – hvers vegna þarf 10 upplýsingafulltrúa til þess?“

Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti og borgarfulltrúi hjá Vinstri grænum, segir þessi skoðun Vigdísar ekki koma sér á óvart í færslu sem birtist á Twitter í dag. Hún segir að auðvitað vilji Vigdís ekki upplýsingafulltrúa, svo hún geti „ausið níði um allar trissur“, og þar á meðal í fjölmiðla. Að matir Sóleyjar hefur aldrei verið jafn mikil þörf fyrir upplýsingafulltrúa og nú. Þá segir hún einnig að borgarfulltrúar séu fólk, sem hún almennt hafi getað treyst.

„Auðvitað vill Vigdís ekki upplýsingafulltrúa. Hún vill geta ausið níði um allar trissur, sínum eigin og oft mjög svo bjagaða sannleik í fjölmiðla. Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir góða upplýsingafulltrúa en nú. Fólk sem getur leiðrétt bullið – og borgarbúar geta treyst.“

Auðvitað vill Vigdís ekki upplýsingafulltrúa. Hún vill geta ausið níði um allar trissur, sínum eigin og oft mjög svo bjagaða sannleik í fjölmiðla. Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir góða upplýsingafulltrúa en nú. Fólk sem getur leiðrétt bullið – og borgarbúar geta treyst. pic.twitter.com/bLZcWc2nXf

— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) December 22, 2020

Innlendar Fréttir