5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Viggó með sjö, Bjarki sex og ekkert fær Barcelona stöðvað

Skyldulesning

Íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni í bæði spænska og þýska handboltanum í kvöld. Atkvæðamestir voru Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson, einu sinni sem oftar.

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark er Barcelona rúllaði yfir Huesca, 39-19, í spænska boltanum. Barcelona var 22-8 yfir í hálfleik en liðið er með fullt hús stiga á toppnum eftir sextán leiki.

Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo töpuðu fyrir Minden á heimavelli, 28-23, eftir að staðan var 12-11, Lemgo í vil í hálfleik.

Bjarki Már var markahæstur hjá Lemgo. Liðið er í 9. sæti deildarinnar eftir tapið.

Viggó Kristjánsson og Elvar Ásgeirsson voru í eldlínunni með Stuttgart sem tapaði fyrir Fuchse Berlín á útivelli, 31-25, eftir að staðan var 15-15 í hálfleik.

Viggó skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Leipzig sem er í 5. sætinu en Elvar komst ekki á blað.

Oddur Grétarsson skoraði tvö mörk fyrir Balingen sem tapaði stórt fyrir Wetzlar á útivelli, 36-26, en Balingen er í 16. sætinu, stigi frá fallsæti.

Innlendar Fréttir