2 C
Grindavik
15. janúar, 2021

Viggó valinn leik­maður mánaðarins í Þýska­landi

Skyldulesning

Viggó Kristjánsson, leikmaður Stuttgart, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta var í dag valinn besti leikmaður nóvembermánaðar.

Viggó hefur verið frábær í liði Stuttgart það sem af er vetri og átti hreint út sagt magnaðan nóvembermánuð. Liðið er sem stendur í 5. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 11 leiki, fimm stigum á eftir toppliði Kiel.

Stuttgart hóf mánuðinn illa og tapaði gegn Erlangen 11. nóvember með níu marka mun, lokatölur 34-25. Viggó var markahæstur í þeim leik með sex mörk. Hann var markahæstur með 10 mörk í næsta leik liðsins gegn Hannover-Burdgorf, sá leikur vannst 31-26.

Liðið tapaði næsta leik gegn Flensburg. Lokatölur 34-30 Flensburg í vil en Viggó átti samt enn einn stórleikinn, endaði hann markahæstur í liðinu með 11 mörk. Hann skoraði svo fimm mörk í 12 marka sigri á Nordhorn-Lingen í næstu umferð.

Deildin heldur rafræna kosningu þar sem hægt er að kjósa og endaði það svo að Viggó hlaut 48 prósent atkvæða.

Hér að neðan má sjá brot af því besta hjá Viggó í nóvembermánuði.

Innlendar Fréttir