4 C
Grindavik
7. mars, 2021

Vignir leggur hanskana á hilluna

Skyldulesning

Markmaðurinn, Vignir Jóhannesson hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna en hann var í eitt ár í herbúðum Stjörnunnar en spilaði ekki mótsleik

Vignir hefur leikið með ýmsum félögum í gegnum tíðina eins og Breiðablik, Njarðvík, Selfoss, FH og Stjörnunni. Einnig lék Vignir fyrir háskólalið Auburn University á meðan hann stundaði nám erlendis.

„Það er söknuður að Vigni, hann er góður liðsmaður og þó hann hafi stoppað stutt hjá okkur var s.l. tímabil í huga okkar flestra óhemjulangt. Ég vil nota tækifærið og þakka honum fyrir hans óeigingjarna framlag til félagsins“. segir Helgi Hrannarr, formaður mfl. ráðs karla.

Innlendar Fréttir