7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Vígstöðuna yfirgefa: (ljóð frá 5. febrúar 2017):

Skyldulesning

Ljóðagerð er ágæt iðja. Frændi minn Ingvar Agnarsson kenndi mér að búa til hefðbundin ljóð rétt, og brýndi mig til að læra íslenzku eins vel mögulegt væri. Ég tók þeirri kennslu vel. Í þessu ljóði kemur fram nokkurskonar framtíðarspá, sem hefur rættzt, hugsanlega.

Að mér fara aðrar mörur,

eins og framtíð þykkum spjótum skjóti.

Heilög höllin

hrunin beint í sand.

Faðir, móðir, sitja í sorgum,

sundruðum borgum.

Eytt er allt þitt land.

Ennþá stendur salur Drottins, heyrir köllin.

Allt með öðru móti,

aðeins líksins börur.

Stórar pöddur styrkja þróun,

stefnan þráðbein, fáar sálir skilja.

Sig þau selja,

sorgir magnast því.

Yfirgefa vígstöð virka,

viknandi, circa.

Missir mátt á ný.

Mundu að iðrast, púkar vilja hetjur kvelja.

Heimurinn viltu hylja.

Heljar stöðug sóun.

Er minn kóngur enn í fríi?

Ótal þegnar brugðust, kindin líka.

Virkið vaktar

vonda púka en.

Allur heimur undir lagður,

ótryggur sagður.

Muntu treysta á menn?

Maura fyrir turna byggðir, slóðir raktar…

Kölska valdsins klíka…

kiknar maður nýi?

Lifir þú sem lægðir öldur?

Lengi hraustur, féndur rændu mætti.

Enginn andzar,

eða sér þitt starf.

Sníkjudýrin gleypa gróðann,

gera mig hljóðan.

Endursköpum arf.

Ennþá hetjan þar í landi sigurs dansar.

Heillatíminn hætti,

heyrist bjánanöldur.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir