9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Víkingur á góðan möguleika í Sambandsdeildinni – „Get lofað ykkur því að félögin frá Wales og Norður-Írlandi eru ekki á sama stigi“

Skyldulesning

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er heilt yfir sáttur með frammistöðu sinna manna í tveggja leikja einvíginu gegn Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Malmö sló Víking út í kvöld, samtals 6-5, eftir 3-3 jafntefli í Víkinni.

„Við vorum hugrakkir í dag, við vorum hugrakkir í Malmö. Áður en einvígið byrjaði vildi ég frammistöðu frá liðinu, hvernig við spilum og hugmyndafræðin okkar. Ég fékk það svo sannarlega í báðum leikjum,“ segir Arnar.

Víkingur fer nú í aðra umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Þar verður andstæðingur Linfield frá Norður-Írlandi eða New Saints frá Wales. Arnar telur að það verði ekkert mál að gíra liðið upp í það einvígi. „Ég held að það verði auðvelt. Nú vita þeir á hvaða stigi þeir geta keppt. Ég get lofað ykkur því að félögin frá Wales og Norður-Írlandi eru ekki á sama stigi og Malmö, svo ég held við eigum góðan möguleika.“

„Við fórum sem minna liðið í þetta einvígi. Við lærum af þessu fyrir næsta einvígi og það verður ekkert mál að halda strákunum á tánum fyrir það næsta,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavík.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir