Íslands og bikarmeistarar Víkings eru að festa kaup á Ara Sigurpálssyni kantmanni Bologna. Þetta fullyrti Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþætti sínum Dr. Football.
Ari er 18 ára gamall en Bologna keypti hann frá HK fyrir 18 mánuðum síðan.
Ari lék átta leiki með HK í efstu deild sumarið 2020 en hann skoraði í þeim leikjum eitt mark.
Kantmaðurinn knái hefur leikið 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands en hann gengur nú í raðir besta liðs landsins.
Ari er snöggur og leikinn kantmaður sem Víkingur kaupir nú frá ítalska liðinu.