-1 C
Grindavik
21. janúar, 2021

Viktor Gísli og Óðinn Þór í sigurliðum

Skyldulesning

Handbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Viktor Gísli Hallgrímsson.
Viktor Gísli Hallgrímsson.
EPA-EFE/JOHAN NILSSON

Tveir íslenskir handknattleiksmenn komu við sögu í tveimur æsispennandi leikjum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Óðinn Þór Ríkharðsson gerði eitt mark fyrir Holstebro sem vann Mors-Thy með minnsta mun, 26-27, en Holstebro var þremur mörkum undir í leikhléi, 14-11.

Viktor Gísli Hallgrímsson stóð á milli stanganna hjá GOG og hjálpaði sínu liði að innbyrða eins marks sigur á Silkeborg, 34-33.

Viktor Gísli stóð í markinu meiri hluta leiksins og varði fjögur skot, þar af tvö af vítapunktinum.

Innlendar Fréttir