8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Viktor Örn og Berglind leika listir í eldhúsinu

Skyldulesning

Sannkölluð jólastemning verður yfir þættinum Matur & heimili á Hringbraut annað kvöld þegar Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistari og landsliðskokkur og Berglind Guðmundsdóttur matar- og sælkerabloggari hjá Guður, rauður, grænn og salt slá saman í þriggja rétta hátíðarkvöldverð.

Viktor Örn er sagður einn metnaðarfyllsti íslenski matreiðslumaðurinn og hefur í gegnum árin prófað sig áfram með djarfar nýjungar. Viktor segist ætla að elda úrbeinaðan lambahrygg og bregða út af klassískum jólahefðum og „færa nýja sælkera steik upp á fat.“ Lykillinn að velgengni í eldamennsku segir Viktor vera spennandi meðlæti þar sem brögðin fái að njóta sín með aðalréttinum.

Viktor Örn tekur enn fremur snúning á forrétti sem mun taka örskamma stund að framreiða. Er hér um að ræða tvist úr sjávarfangi, risarækjum og hörpuskel með skemmtilegri útfærslu. „Framreiðsla réttanna skiptir líka miklu máli og ég legg mikið upp úr því að bera matinn fallega fram á borð, það gleður bæði auga og munn,“segir landsliðskokkurinn Viktor Örn.

Sælkera- og matarbloggarinn Berglind tekur svo við keflinu þegar kemur að eftirréttinum. „Maturinn sem ég elda er litríkur, fjölbreyttur, fallegur, bragðgóður, hollur og næringarríkur en að sjálfsögðu bregður maður einstaka sinnum útaf vananum þar. Sérstaklega um jólin og sukkar smá, það má,“ segir Berglind sem ætlar að baka piparmyntu Pavlovu með hvítum súkkulaði rjóma. „Þessi er yndisleg og líka svo falleg og gaman að toppa hana í fallegum jólalitum.“

Þátturinn Matur og heimili er sýndur alla mánudaga á Hringbraut klukkan 20:30 og aftur klukkan 22:30.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir