Vikulegar strandsiglingar eru að hefjast

0
54

Lagarfoss við höfn á Sauðárkróki fyrir nokkrum dögum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Eimskip hefur nú síðar í maí vikulegar strandsiglingar með viðkomu í höfnum á Vestfjörðum og Norðurlandi. Flutningaskipið Selfoss verður á þessari leið frá og með 19. maí.

„Við finnum fyrir mikilli eftirspurn okkar viðskiptavina eftir efldum strandflutningum. Þar koma sterkt inn sjónarmið um umhverfisvæna flutningsmáta, vel tímasetta áætlun og öryggi í afhendingu alls varnings,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip.

„Atvinnulíf víða út um land hefur styrkst mjög á síðustu misserum sem aftur þýðir meiri flutninga á aðföngum, afurðum og öðru. Hér má nefna fiskeldið á Vestfjörðum og á Norðurlandi hafa bæði sjávarútvegur og iðnframleiðsla verið í sókn.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.