Vildi djamma og setja strippsúlu í eldhúsið – Myrti föður sinn og hélt stanslaus partý með líkið á landareigninni – DV

0
106

Crystal Howell var aðeins 17 ára en var viss um hvað hún vildi. Hún vildi ekki láta segja sér fyrir verkum, hún vildi djamma að vild og hún vild fé fyrir þeim fíkniefnum sem hún var farinn að kunna að meta. 

Það var aðeins eitt sem stó í vegi fyrir að hún gæti látið drauma sína rætast. Og það var faðir hennar, hinn fimmtugi Michael Joseph Howell. 

Svo Crystal ákvað að eina lausnin væri að losna við hann. Ekki bara yrði hún frjáls tiil að stunda þann partýlífsstil sem hún þráði heldur myndi töluvert mikið fé hans nýtast til kaupa á öllum þeim fíkniefnum sem hana lysti. 

Plús að hún gæti sett upp strippsúlu í eldhúsið. 

Crystal Howell Skaut föður sinn með haglabyssu

Þann 24. febrúar 2014 svaf Michael svefni hinna réttlátu í stofusófanum. Dóttir hans sótti haglabyssu sem geymd var í húsinu og skaut föður sinn til bana. 

Hún faldi síðan líkið þvi hún vildi halda partý og ekki dugði að hafa pabba alblóðugan og látinn í sófanum. Það hefði vafalaust sett leiðindasvip á djammið. 

Svo Crystal stal tróð líkinu af föður sínum í plastkassa sem hún dró að verkfæraskúr á landareigninni. Setti hún kassann þar inn og henti svefnpokum yfir. 

Samband feðginanna var lengst af afar gott. Rólegt heimilislíf – framan af 

Foreldrar Crystal höfðu búið í Suður-Karólínufylki en skilið nokkrum árum aður og flutti Michael þá á landareign í eigu fjölskyldu hans í Norður-Karólínufylki. Á eigninni var að finna myndarlegt hús sem meðal annars státaði af átta svefnherbergjum. Dóttirin, Crystal, fylgdi föður sínum sem hafði verið veitt forræði.

Heimilislíf feðginanna var að mestu í stakasta lagi allt þar til þennan örlagaríka dag í febrúar 2014. Michael hafði þá orðið vitni að Chrystal stunda búðarþjófnað og varð afar reiður dóttur sinni. 

Crystal játaði síðar að hana hefði lengi dreymt um að myrða föður sinn til að fá frelsi, og fé, til að gera það sem hún vildi, sem var lítið annað en að dópa, drekka og djamma.  

Michael Howell Partý í fleiri vikur

Morgunin eftir morðið mætti Crystal í vinnu eins og ekkert væri. En hún hafði verið iðinn um nóttina. Hún fór á haugana með sófana og þreifa allt í kringum morðsvæðið.

Sagði hún vinum sínum að faðir sinn hefði farið til Georgiufylkis og framið þar sjálfsvíg.  Allir trúðu þeir henni enda lítil ástæða til annars. 

Því næst bauð Crystal nokkrum vinum sínum að flytja inn, nóg væri plássið. Og hófust þá svo að segja stöðug partý. Í fleiri vikur var húsið fullt ungmenna sem djömmuðu sólarhringum saman, gíruð afram af stöðugum straumi áfengis og eiturlyfja sem bárust til hússins og Crystal greiddi fyrir með fjármunum föður síns heitins.

Og þar djömmuðu ungmennin, þess óafvitandi hversu dýru verði veisluhöldin höfðu verið greidd. 

Crystal lét meira að segja verða af því að setja upp strippsúlu í eldhúsið, eins og hana hafði dreymt um. 

Crystal Howell vildi ekki fylgja reglum, bara skemmta sér. Illa lyktandi kassinn

Michael hafði þekkt fáa sem engan í nágrenninu þegar hann flutti í húsið. Hann vann að heiman og því hans lengi vel ekki saknað. Lík hans lá því í plastkassanum í skúrnum í heilan mánuð. 

Þann 22. mars ákváðu nokkrir vina Crystal að setja bilaðan kúluspilakassa inn í skúrinn. Sáu þeir þá  kassann og virtist sem blóð hefði lekið úr honum. 

Þeir opnuðu kassann, upp gaus gríðarleg ólykt, og þeir sáu rotnandi líka Michaels liggja í hnipri. 

Þegar að Crystal heyrði af því að vinir hennar hefðu fundið líkið flúði hún húsið og hélt til móður sinnar og sagði henni að Michael hefði gefið frá sér forræðið. En hún dvaldi ekki lengi hjá móður sinni.

Crystal Howell við réttarhöldin. Daginn eftir seldi Crystal byssuna sem hún hafði myrt föður sinn með og hélt aftur til húss hans, með kerru í eftirdragi og  fyllti hana af eignum sínum og öllum þeim verðmætum sem hún gat fundið. 

Og ók í burtu. 

Réttarhöld og dómur

Táningarnir höfðu þá loksins hikstað upp úr sér hvaða hrylling þeir höfðu fundið í skúrnum og það tók lögreglu innan við sólarhring að finna Crystal. Hafði hún þá komið sér fyrir á móteli í Georgíufylki. 

Verjandi Crystal hélt því fram að hún ætti við geðræn vandamál að stríða en saksóknari hélt því fram að hún hefði verið nógu heilbrigð á geði til að, ekki aðeins að skipuleggja og framkvæma morðið, heldur einnig fela líkið og búa til sögu um hvarf föður síns. 

Crystal mun sitja lengi inni. Crystal var dæmd til 25 ára fangelsisvistar fyrir morð og önnur 5 ár fyrir að fela líkið. Hún dvelur í fangelsi með hámarks öryggisgæslu, ætlað afar hættulegum glæpamönnum, og er það væntanlega fátt um djamm eða strippsúlur.