5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Vildi ekki leikmann vegna hárgreiðslunnar

Skyldulesning

Íþróttir
|
Enski boltinn

| mbl
| 31.3.2021
| 15:19

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur hefðbundinn smekk þegar …

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur hefðbundinn smekk þegar kemur að hárgreiðslu knattspyrnumanna.

AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hætti einu sinni við að fylgjast með leikmanni sem hann hafði áhuga á vegna hárgreiðslunnar sem viðkomandi var með.

Norðmaðurinn var þá að þjálfa lið Molde í heimalandinu en hann hafði farið til að fylgjast með leikmanni annars liðs spila. „Þegar hann gekk út úr búningsklefanum eftir leik var hann með hanakamb,“ sagði Solskjær í viðtali við Sky Sports.

„Ég sneri mér að útsendaranum sem var með mér og sagði: „Förum heim, ég hef ekki áhuga.“ Þetta var stutt ferð!“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir