0 C
Grindavik
25. nóvember, 2020

Vildu sýna stuðning með því að teikna lim með flugvélinni

Skyldulesning

Rannsókn er hafinn á áhöfn hjá Pobeda flugfélaginu í Rússlandi eftir að vél frá félaginu virtist teikna getnaðarlim í háloftin sem sjá má á myndinni hér að ofan.

Vélin var á leið frá Moskvu til Yekaterinburg þegar hún fór að hringsóla í loftinu á miðri leið, þegar leiðin var skoðuð á FlightRadar kom í ljós að þarna hafði verið teiknaður getnaðarlimur.

Samvkæmt fjölmiðlum í Rússlandi vildi áhöfnin sýna Artem Dzyuba stuðning. Dzyuba var vikið úr landsliði Rússlands á dögunum fyrir það að stunda sjálfsfróun og taka hana upp. Hann var svo sviptur fyrirliðabandinu hjá Zenit í leik gegn Krasnodar.

Framherjinn í myndbandinu sem hefur kostað hann

Dzyuba hefur spilað í Rússlandi allan sinn feril en hann hefur skorað 26 mörk í tæpum 50 landsleikjum fyrir Rússland.

„Þetta var líklega leið þeirra til að styðja við Dzyuba sem hefur mátt þola einelti eftir atvikið,“ sagði talsmaður flugfélagsins.

Innlendar Fréttir