7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Vilja að sjómenn njóti forgangs við bólusetningar

Skyldulesning

Bundnar eru vonir við að sjómenn njóti forgangs við bólusetningar í Evrópu.

AFP

Samtök evrópskra sjávarútvegsfyrirtækja (Europêche) og samband evrópsks flutningaverkafólks (ETF) biðla í sameiginlegri yfirlýsingu til Evrópusambandsins og aðildarríkja þeirra um að veita félagsmönnum þeirra forgang í bólusetningar gegn kórónuveirunni.

„Sjómenn gegna lykilhlutverki í öflun sjávarfangs og í fæðuöryggi í Evrópu. Engu að síður hefur þeim ekki verið forgangsraðað í bólusetningaráætlunum, sem gerir þá berskjaldaða fyrir vaxandi tíðni smita um borð í fiskiskipum og kemur í veg fyrir nauðsynleg áhafnaskipti um heim allan,“ segir í yfirlýsingunni.

Vísa samtökin meðal annars til þess að fimm stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa hvatt ríkisstjórnir til þess að veita sjómönnum, sjófarendum og flugáhöfnum forgang í bólusetningaráætlunum.

Sóttvarnir erfiðar um borð

„Í andstöðu við marga aðra launþega er takmarkað hvað sjómenn geta gert á sínum vinnustað til að koma í veg fyrir smit. Starf áhafna fiskiskipa fer fram ó lokuðum rýmum þar sem ómögulegt er að viðhalda fjarlægð og skapar það mikla hættu á að hægt sé að smitast af kórónuveirunni. Að auki er oft um að ræða langvarandi dvöl um borð í skipum, sem gerir það krefjandi að bólusetja þá samkvæmt fyrirfram ákveðinni áætlun [sem mótuð er] fyrir almenning,“ segir í yfirlýsingunni.

Samtökin telja því fulla ástæðu til þess að aðildarríki Evrópusambandsins breyti forgangsröðun sinni í bólusetningum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir