3 C
Grindavik
1. mars, 2021

Vilja ekkert segja um framtíð stjórans

Skyldulesning

Slaven Bilic á hliðarlínunni gegn Manchester City í gærkvöld.

Slaven Bilic á hliðarlínunni gegn Manchester City í gærkvöld.

AFP

Enska knattspyrnufélagið West Bromwich Albion hefur neitað að svara spurningum um framtíð knattspyrnustjórans Slavens Bilic en enskir fjölmiðlar hafa fullyrt í morgun að dagar hans hjá félaginu séu taldir.

Bilic, sem er 52 ára gamall Króati, tók við WBA fyrir síðasta tímabil og fór með liðið upp í úrvalsdeildina. Þar hefur byrjunin verið afar erfið, aðeins einn sigur hefur litið dagsins ljós í fyrstu þrettán leikjunum, gegn botnliðinu Sheffield United, og WBA er næstneðst með 7 stig.

Það náði þó óvæntu jafntefli gegn Manchester City á útivelli í gærkvöld, 1:1. Eftir leik sagði Bilic að hann væri mjög rólegur, hann nyti þess að vinna fyrir félagið og sjálfan sig. „Ég geri bara mitt besta, annað er ekki í mínum höndum og ég hugsa ekki um það. Mér er alveg sama um hvað er í gangi á bakvið tjöldin.“

Sam Allardyce hefur sterklega verið orðaður við WBA í enskum fjölmiðlum í morgun en Sky Sports segir að samkvæmt sínum heimildum hafi félagið ekki haft samband við hann.

Innlendar Fréttir