-1 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Vilja fá samkomulagið viðurkennt

Skyldulesning

Sigríður Björk Guðjónsdóttir.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Yfirlögregluþjónar og aðstoðaryfirlögregluþjónar í tíð Haraldar Johannessen hafa stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu.

Snýr stefnan að viðsnúningi Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra á launasamkomulegi framangreindra aðila. Með samkomulaginu hækkuðu laun þeirra og lífeyrisréttindi jukust, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Það er verið að krefjast viðurkenningar á því að embættið standi við samninginn sem var gerður við þá. Það hafa ekki verið neinar forsendur fyrir embættið að afturkalla samningana,“ segir Kristján B. Thorlacius, hæstaréttarlögmaður hjá Lögmannsstofunni Fortis, en málið var þingfest á miðvikudag. Kristján fer með málið fyrir hönd hóps yfirlögreglu- og aðstoðaryfirlögregluþjóna úr tíð Haraldar.

Innlendar Fréttir