Vilja fá Weghorst aftur í sumar – Líklega ekki að fá samning í Manchester – DV

0
111

Wout Weghorst mun líklega ekki semja við Manchester United endanlega í sumar en hann er leikmaður Burnley.

Weghorst hefur staðið sig allt í lagi á Old Trafford hingað til en hann gerði lánssamning við félagið í janúar.

Þessi þrítugi leikmaður var áður í láni hjá Besiktas en gat ekki hafnað tilboðinu á að spila fyrir Man Utd út tímabilið.

Samkvæmt tyrknenskum miðlum hefur Besiktas mikinn áhuga á að fá Weghorst aftur í sumar og vonar innilega að Man Utd muni ekki semja endanlega.

Burnley er búið að tryggja sæti sitt í efstu deild en litlar líkur eru á að Hollendingurinn fái tækifæri 2024.

Enski boltinn á 433 er í boði