8.2 C
Grindavik
20. júní, 2021

Vilja Kanye í Westurbæ

Skyldulesning

Fordæmin skortir ekki. Þessi stytta er á McNay-listasafninu í San …

Fordæmin skortir ekki. Þessi stytta er á McNay-listasafninu í San Antonio í Bandaríkjunum.

Ljósmynd/McNay

Hugmyndasöfnun fyrir hverfakosningu Reykjavíkur, Hverfið mitt, stendur nú yfir á heimasíðu borgarinnar. Gefst borgarbúum þar tækifæri á að koma með tillögur að verkefnum sem síðar verður kosið um.

Ýmissa grasa kennir meðal tillagnanna, eins og jafnan: fleiri hjólastígar, vatnsbrunnar, betri leiksvæði og betri götulýsingar. Meðal athyglisverðari tillagna er að stytta verði reist af bandaríska rapparanum Kanye West. Aron Kristinn Jónasson úr tvíeykinu ClubDub er flutningsmaður tillögunnar.

Í rökstuðningi segir hann að það myndi „rata í heimsfjölmiðla og leiða til þess að miklir Kanye West-aðdáendur, alls staðar að, myndu flykkjast til Kanye Westurbæjar og skoða styttuna“. Segir hann fordæmin fyrir hendi því Friðarsúlan sé dæmi um verkefni sem tengist poppmenningu og hafi gengið gríðarlega vel. Þessi hugmynd sé ekki síðri. Vitanlega sé viðeigandi að styttan rísi í Vesturbæ, til dæmis á túninu við Vesturbæjarlaug.

Hugmyndina má finna hér en allir Reykvíkingar geta kosið með eða á móti þeim hugmyndum sem fram eru komnar og jafnvel látið rökstuðning fylgja.

Þónokkrir hafa lýst yfir stuðningi sínum við hugmyndina. Vísa þeir til þeirra áhrifa sem listamaðurinn hefur haft á fjölmarga Íslendinga og segja verkefnið til þess fallið að koma Vesturbænum á kortið. Þá er á það bent að enn hafi engin stytta verið reist af svörtum manni hér á landi.

Ekki eru þó allir jafnhrifnir af hugmyndinni því nokkur hópur fólks hefur kosið gegn henni, þótt enginn hafi fært fyrir því rök undir nafni.

Hvort styttan rís verður tíminn að leiða í ljós. Hugmyndasöfnun vegna hverfakosninganna lýkur 20. janúar en í kjölfarið verða innsendar hugmyndir metnar af starfsfólki verkefnisins og óbúaráð fengið til að stilla upp hugmyndum til rafrænnar kosningar.

Loks gefst íbúum kostur á að kjósa milli endanlegra hugmynda næsta haust.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir