9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Vilja ná United-stráknum af Svíum

Skyldulesning

Anthony Elanga fagnar marki sínu fyrir Manchester United gegn Leeds …

Anthony Elanga fagnar marki sínu fyrir Manchester United gegn Leeds í gær. AFP

Knattspyrnusamband Kamerún freistar þess nú að fá hinn bráðefnilega Anthony Elanga, leikmann Manchester United, til þess að velja frekar að spila fyrir Kamerún en heimaland sitt Svíþjóð.

Elanga er fæddur í Malmö í Svíþjóð og hefur leikið með yngri landsliðum Svía, síðast átta leiki með 21-árs landsliðinu þar sem hann hefur skorað sjö mörk. Faðir hans er Joseph Elanga, fyrrverandi landsliðsmaður Kamerún, sem lék með Malmö á árunum 2000 til 2005 og árið 2010, og spilaði 17 landsleiki fyrir Kamerún.

Dagblaðið Actu Cameroon segir að búið sé að ýta málinu af stað en það sé á viðkvæmu og flóknu stigi. Cameroun24 segir að faðir hans Joseph Elanga vilji að sonurinn spili fyrir Kamerún en ákvörðunin verði eftir sem áður að vera hans.

Elanga er 19 ára gamall og hefur leikið ellefu úrvalsdeildarleiki fyrir Manchester United og skorað í þeim þrjú mörk, síðast í 4:2 sigri United á Leeds í gær.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir