-2 C
Grindavik
26. janúar, 2021

Vilja selja hann til að sleppa við að borga Liverpool þrjá milljarða

Skyldulesning

Barcelona vill selja Philippe Coutinho í janúar, ástæðan er stór greiðsla sem félagið þarf að borga Liverpool ef hann spilar mikið meira.

Ef Coutinho spilar tíu leiki til viðbótar þarf Barcelona að borga 18 milljónir punda til Liverpool. Hann hefur nú spilarð 90 leiki fyrir félagið.

Coutinho kom til Barcelona frá Liverpool árið 2018 og kaupverðið endar í 142 milljónum punda ef Coutinho spilar tíu leiki til viðbótar.

Sport á Spáni segir að Börsungar vilji ólmir losna við Coutinho, félagið er í svakalegum fjárhagsvandræðum og þarf að skera niður kostnað.

Félagið hefur varla efni af því að borga 3 milljarða íslenskra króna til Liverpool, nú þegar félagið þarf að skera niður kostnað.

Ronald Koeman hefur viljað nota Coutinho mikið en ef eitthvað félag vill kaupa hann í janúar, þá er Coutinho til sölu.

Innlendar Fréttir