3 C
Grindavik
1. mars, 2021

Vill að starfsfólk fari sérstaklega varlega

Skyldulesning

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir málið í raun ekki svo …

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir málið í raun ekki svo flókið.

Eggert Jóhannesson

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans hvetur starfsfólk sitt til að fara sérstaklega varlega „nú á næstu vikum þegar búast má við meiri umgengni manna á milli,“ í forstjórapistli í dag. 

Hann segir faraldurinn lagt frá því að vera búinn og að framundan séu krefjandi vikur og mánuðir.

„Þó er það þannig að þessi smitandi veira leynist um samfélagið allt og jafnvel þeir sem passa sig mest og best smitast. Við eigum auðvitað öll einkalíf og sinnum öðru dags daglega en bara vinnunni, sem betur fer,“ segir Páll í pistli sínum.

Því bendir hann fólki á að fara sérstaklega varlega á komandi dögum. 

Í raun ekki svo flókið 

Páll segir málið í raun ekki svo flókið, eins og Helga Rósa Másdóttir, deildarstjóri bráðamóttökunnar í Fossvogi fer yfir í nýjasta myndskeiði Almannavarna. Í því er fullyrt að ef einhver þjóð geti tekist á við Covid-19, þá sé það við. Enda liggi það svo vel fyrir okkur.

Myndbandið má sjá hér: 

Innlendar Fréttir