8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Vill auka verðmæti ferðagjafar

Skyldulesning

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.

Við hefðum viljað sjá stærri skref í þessum efnum núna og ekki bara að fara þá leið að lengja tímabilið sem hægt er að nota þessa gjöf heldur að hækka upphæðina upp í 15.000 krónur,“ sagði Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, þegar hann ræddi ferðagjöf stjórnvalda.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, hef­ur kynnt rík­is­stjórn frum­varp um fram­leng­ingu á lög­um um ferðagjöf. Með breyt­ing­unni verður gild­is­tími þeirra ferðagjafa sem ekki hafa verið nýtt­ar eða ekki nýtt­ar til fulls fram­lengd­ur til 31. maí 2021, eða um fimm mánuði.  

Ein­stak­ling­ar með ís­lenska kenni­tölu og skráð lög­heim­ili á Íslandi, fædd­ir 2002 og fyrr, fengu Ferðagjöf að and­virði 5.000 kr. í júní. 

„Við viljum breikka gildissviðið þannig að hægt sé að nota hana ekki bara á sviði ferða heldur sem menningargjöf. Við viljum að ferðagjöfin geti staðið undir því að flokkast sem fjölskyldugjöf þannig að þessa gjöf fái allir sem eru 12 ára og eldri. Þannig væri um góðan stuðning við fjölskyldur landsins að ræða,“ sagði Þorbjörg.

Þarna væri um raunverulega innspýtingu að ræða, fyrir fjölskyldur til að gera sér dagamun og einnig fyrirtæki sem hafa orðið fyrir þungu höggi vegna kórónuveirufaraldursins.

„Um 25.000 manns eru atvinnulausir eða á hlutaatvinnuleysisbótum. Þessar tölur geta að líkindum orðið enn hærri í lok árs. Ferðaþjónustan, lista- og menningargeirinn hafa orðið fyrir þyngri áföllum en flestar aðrar greinar þannig að ný ferða-, lista- og menningargjöf að þessari upphæð mun hafa jákvæð efnahagsleg áhrif. Það er einhver falleg hugsun og falleg hugmyndafræði í þessari leið til að mæta áfalli að gera þetta núna í aðdraganda jóla. Við viljum að gjöfin gildi fram á haustið 2021. Þannig örvum við þessar greinar og færum fólki tækifæri til að gera sér glaðan dag í lok þessa árs. Þetta mun reynast þýðingarmikið fyrir ferðaþjónustuna og fyrir menningar- og listastarf í landinu,“ sagði Þorbjörg.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir