4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Vill eigendurna burt – ,,Klopp og leikmenn kastað þeim undir rútuna“

Skyldulesning

Jamie Carragher, goðsögn Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, telur að það sé engin leið fyrir FSG (Fenway Sports Group), félagið sem á Liverpool, til að vera hluti af framtíð félagsins.

Carragher segir þetta þar sem Liverpool var eitt af þeim 12 liðum sem ætluðu sér að stofna nýja evrópska ofurdeild. Það skapaði mikla reiði á meðal stuðningsmanna. Nú virðist sem svo að ekkert verði af því að deildin verði sett á laggirnar. Carragher telur eigendurna ekki getað haldið sinni stöðu eftir klúðrið.

,,Jurgern Klopp hefur kastað þeim undir rútuna. Fyrirliðinn þeirra hefur, ásamt restinni af leikmönnunum, kastað þeim undir rútuna,“ segir Carragher. Þarna vitnar hann í það að bæði Klopp, stjóri liðsins, sem og leikmenn hafi mótmælt hugmyndinni um ofurdeild.

,,Ég sé ekki hvernig þeir eiga að halda áfram. Ég veit að þeir geta ekki bara farið, þetta er fyrirtæki sem er virði mikilla peninga. Þú selur það. Ég sé enga framtíð fyrir FSG hjá Liverpool og ég held að þeir geri illt verra með því að halda áfram.“ 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir