8.4 C
Grindavik
20. júní, 2021

Vill ekki útbreiðslu smita um jólin

Skyldulesning

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Ljósmynd/Lögreglan

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki beri að túlka daglegar sveiflur of sterkt og best sé að sjá hvernig fram vindur en níu kórónuveirutilfelli greindust í gær. Tilfellin voru þrjú í fyrradag en þá voru mun færri sýni tekin.

„Þetta segir okkur að veiran en ennþá þarna úti í samfélaginu. Hún er að stinga sér niður og er að smita fólk sem er ekki í sóttkví og er ekkert útsett svo það viti,“ segir Þórólfur. „Hún er ekki farin, það er það sem við þurfum öll að vera meðvituð um.“

Spurður út í mögulegar afléttingar á takmörkunum segir hann:„Ef maður veit að veiran er ennþá þarna er maður smeykur við að slaka á of mikið. Ef við slökum of mikið á núna gætum við verið komin með mikinn faraldur um jólin. Það væri ekki gaman yfir jólin að vera allt í einu komin með mikla útbreiðslu á smiti. Það gæti gerst,“ greinir Þórólfur frá.

Hann kveðst ætla að skila næstu tillögum sínum til heilbrigðisráðherra varðandi sóttvarnaráðstafanir síðar í þessari viku.

Þarf að fylgja ákveðinni línu í skólunum

Spurður út í þær undanþágur frá sóttvarnareglum sem Fjölbrautaskólinn í Garðabæ óskaði eftir og var hafnað segir hann að ráðuneytið annist allar undanþágur. Hann segir hátt í 100 undanþágubeiðnir koma í hverjum mánuði. Fylgja þurfi ákveðinni línu vegna þeirra. „Það er ljóst að ef við erum með mikið af undanþágum erum við ekki með neinar takmarkanir í gangi.“

Hann segir mikið samráð vera í gangi um sóttvarnir í skólum en bætir við að útfærslan geti verið fjölbreytt og flókin á köflum. „Það eru allir af vilja gerðir að reyna að gera eins vel og hægt er.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir