5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Vill fara eftir mislukkað tímabil

Skyldulesning

Donny van de Beek hefur ekki spilað jafn mikið og …

Donny van de Beek hefur ekki spilað jafn mikið og hann hefði viljað á tímabilinu.

AFP

Hollendingurinn Donny van de Beek, miðvallarleikmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, vill fara frá félaginu að loknu yfirstandandi tímabili. van de Beek gekk til liðs við Rauðu djöflana frá Ajax síðasta sumar en hefur verið í litlu hlutverki hjá liðinu á tímabilinu.

Hann hefur til að mynda aðeins byrjað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni og komið 11 sinnum inn á sem varamaður, og samkvæmt Daily Star vill hann strax róa á önnur mið.

Þar segir einnig að van de Beek muni ræða við Ed Woodward, framkvæmdastjóra Man Utd, og leitast eftir svörum við því af hverju það hafi verið litið framhjá honum stóran hluta tímabilsins.

Hefur því verið haldið fram að Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Man Utd, hafi aldrei viljað kaupa van de Beek.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir