3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Vill flytja bóluefni til allra landsmanna frítt

Skyldulesning

Guðbergur segist hafa úr nóg af bílum að moða.

Guðbergur segist hafa úr nóg af bílum að moða.

Ljósmynd/Aðsend

Fréttir bárust af því í gær að forstjóri Lyfjastofunar og heilbrigðisráðherra væru báðar vongóðar um að bóluefni við kórónuveirunni verði fáanlegt innan nokkurra vikna. Sagt hefur verið að bóluefni lyfjarisans Pfizer fái leyfi innan Evrópu, og þar með á Íslandi, hinn 29. desember næstkomandi.

Morgunblaðið ræddi við forsvarsmenn Icelandair Cargo í gær um flutning á bóluefninu þaðan sem það er framleitt og hingað til lands.

Þá er sigurinn samt aðeins hálfunninn eins og Guðbergur Reynisson, eigandi og framkvæmdastjóri Cargoflutninga ehf., telur sig vita. Hann segist geta flutt bóluefnið ókeypis til allra landshluta um leið og það kemur til landsins.

„Þetta þarf ekki alltaf að snúast um peninga,“ segir hann í samtali við mbl.is

„Ég er allavega tilbúinn að leggja mitt af mörkum við að koma þessu til allra landsmanna hratt og örugglega,“ bætir hann við.

Guðbergur Reynisson.

Guðbergur Reynisson.

Ljósmynd/Aðsend

Ekkert mál fyrir Guðberg og co.

Guðbergur segist hafa næg mannaforráð til þess að skila bóluefninu til allra, landsbyggðarfólks jafnt sem höfuðborgarbúa. Hann vonast til að geta flýtt fyrir bóluefnadreifingu.

„Ég er með nóg af fólki og nóg af bílum til að sjá um þessa flutninga. Og ef það flýtir eitthvað fyrir þá er ég tilbúinn að gera það frítt.

Maður er orðinn svo leiður á því að fólk bæði á höfuðborgarsvæðinu og fólk hér úti á landsbyggð þurfi að búa við takmarkanir og svona. Ég vil bara að allir leggist á eitt og klári þessa veiru sem fyrst. Ef ég og mitt fólk getum orðið að liði þá erum við tilbúin í það.“

Innlendar Fréttir