7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Vill skoða notkun rafbyssa alvarlega

Skyldulesning

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist ekki telja að komið sé að því að almennir lögreglumenn eigi að bera skotvopn hér á landi. Enn sannfærðari segist hann vera eftir samtök við lögreglu og sérfræðinga um að áfram geti íslenskur almenningur verið upplifað sig í öruggu samfélagi. 

Þetta segir hann í Dagmálum þar sem hann er gestur Karítasar Ríkharðsdóttur og ræðir meðal annars lögreglumál og vopnaburð þeirra, almannavarnir, réttarstöðu þolenda í kynferðisafbrotamálum og útlendingamál. 

Jón vísar þannig í umræðuna sem skotið hefur upp kolli eftir að lögreglan hefur verið kölluð út í nokkur skotárásarmál á höfuðborgarsvæðinu á stuttum tíma. Tvær slíkar áttu sér stað í síðustu viku þar sem ungir menn eru í varðhaldi fyrir að hafa staðið að skotárás. 

„En það eru umræður um það hvort að við ættum að ganga það milliskref að vopna lögregluna með svokölluðum rafbyssum,“ segir Jón og bætir við að reynsla annarra þjóða af því hafi verið góð, svo sem í Bretlandi og öðrum Norðurlöndum. 

Hann segist vilja skoða slíkt verklag alvarlega reynslan sýni að það geti dregið úr slysatíðni þolenda og lögreglumanna. Fyrir liggji í ráðuneytinu að leggjast yfir nýútkomna skýrslu um verklagið í Noregi. 

Pólitíkin klári umræðuna um glæpastarfsemi

„Það sem er undir hérna er öryggi borgaranna, sem er algjör grundvallaratriði,“ segir Jón. „Lögreglan hefur ítrekað bent okkur á það á undanförnum árnum, nokkuð mörgum árum, að það sé að skjóta rótum skipulögð glæpastarfsemi á Íslandi. Það má segja að pólitíkin hafi tekið þá umræðu og einhvernvegin náð að klára hana. Það sem að liggur undir í þeim efnum eru auknar heimildir lögreglu til eftirlits og rannsókna,“ segir hann enn frekar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir