5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Villa skoraði þrjú undir lokin

Skyldulesning

Trézéguet fagnar öðru marki sínu í dag.

Trézéguet fagnar öðru marki sínu í dag.

AFP

Aston Villa skoraði þrjú mörk á níu mínútna kafla seint í leiknum þegar liðið vann góðan 3:1 endurkomusigur gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Varamaðurinn Trézéguet skoraði tvö marka Villa, hans fyrstu deildarmörk á tímabilinu.

Eftir markalausan en nokkuð fjörugan fyrri hálfleik tóku gestirnir í Fulham forystuna eftir rúmlega klukkutíma leik. Þar var að verki Serbinn Aleksandar Mitrovic, sem fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu eftir að hafa raðað inn mörkum með serbneska landsliðinu í nýyfirstöðnum landsleikjaglugga.

Tyrone Mings í vörn Villa átti þá hræðilega sendingu til baka á Emi Martínez í markinu en Mitrovic komst inn í hana, fór fram hjá Martínez og setti boltann í autt markið.

Mínútu síðar kom egypski vængmaðurinn Trézéguet inn á sem varamaður og átti hann sannarlega eftir að láta að sér kveða. Hann jafnaði metin með hnitmiðuðu skoti á 78. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf Mings.

Þremur mínútum síðar var hann búinn að snúa taflinu við þegar hann fékk sendingu frá öðrum varamanni, Keinan Davis, sem hafði hirt boltann af Tosin Adarabioyo á stóhættulegum stað, og kláraði Egyptinn vel með skoti á lofti.

Á 87. mínútu gerði Ollie Watkins svo út um leikinn þegar hann skoraði af mjög stuttu færi eftir góðan undirbúning Bertrand Traoré. Staðan skyndilega orðin 3:1 og urðu það lokatölur.

Villa fer með sigrinum upp í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fulham er áfram í 18. sæti, síðasta fallsætinu, þremur stigum frá öruggu sæti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir