-3 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Villarreal og AC Milan í 32. liða úrslit – Leikið í Evrópudeildinni í kvöld

Skyldulesning

Leikið er í fimmtu umferð í Evrópudeildinni í kvöld. Tólf leikjum er lokið.

Fjögur lið voru komin áfram í 32. liða úrslit fyrir leiki dagsins. Það eru Roma í A-riðli, Arsenal í B-riðli, Leicester í G-riðli og Hoffenheim í L-riðli.

Í G-riðli tryggði Sporting Braga sér sæti í 32. liða úrslitum með 2-4 sigri gegn AEK Aþenu. Í H-riðli eru AC Milan komnir í 32. liða úrslit eftir 4-2 sigur gegn Celtic. Á sama tíma tryggði Lille sér sæti í 32. liða úrslitum eftir 2-1 sigur gegn Sparta Praha.

Í I-riðli eru Villarreal sigurvegarar riðilsin eftir 0-1 sigur gegn Sivasspor. Villarreal eru með 13 stig. Í J-riðli eru Antwerp komnir í 32. liða úrslit eftir 2-1 sigur gegn Ludogorets. Tottenham eru einnig komnir í 32. liða úrslit eftir að hafa náð í eitt stig í 3-3 jafntefli gegn LASK.

Í K-riðli tryggði Dinamo Zagreb sér sæti í 32. liða úrslitum með 0-2 sigri gegn Feynoord. Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA Moskva sem spiluðu gegn Wolfsberger í K-riðli. Arnór Sigurðsson byraði á bekknum hjá CSKA og kom inn á á 76. mínútu. Leiknum lauk með 0-1 sigri Wolfsberger sem á enn möguleika á að komast áfram.

Í L-riðli er Crvena Zvezda komnir í 32. liða úrslit ásamt Hoffenheim. Þessi lið gerðu 0-0 jafntefli í kvöld á meðan Liberec sigraði Gent með tveimur mörkum gegn einu.

G-riðill:

AEK Athens 2 – 4 Sporting Braga


0-1 Vitor Tormena (8′)


0-2 Ricardo Esgaio (10′)


1-2 Nelson Oliveira (31′)


1-3 Ricardo Horta (45′)


1-4 Wenderson Galeno (83′)


2-4 Stavros Vasilantonopoulos (89′)

Zorya 1 – 0 Leicester City


1-0 Allahyar Sayyadmanesh (84′)

H-riðill:

AC Milan 4 – 2 Celtic


0-1 Tom Rogić (7′)


0-2 Odsonne Édouard (14′)


1-2 Hakan Çalhanoğlu (24′)


2-2 Samu Castillejo (26′)


3-2 Jens Petter Hauge (50′)


4-2 Brahim Díaz (82′)

Lille 2 – 1 Sparta Praha


0-1 Ladislav Krejčí (71′)


1-1 Burak Yılmaz (80′)


2-1 Burak Yılmaz (84′)


Rautt spjald: Ondřej Čelůstka, Sparta Praha (65′)

I-riðill:

Qarabag 1 – 1 Maccabi Tel Aviv


0-1 Yonatan Cohen (22′)(Víti)


1-1 Jaime Romero (37′)

Sivasspor 0 – 1 Villarreal


0-1 Samuel Chukwueze (75′)

J-riðill:

LASK Linz 3 – 3 Tottenham Hotspur


1-0 Peter Michorl (42′)


1-1 Gareth Bale (45+2′)(Víti)


1-2 Heung-Min Son (56′)


2-2 Johannes Eggestein (84′)


2-3 Dele Alli (87′)(Víti)


3-3 Mamoudou Karamoko (90+3′)

Antwerp 3 – 1 Ludogorets


1-0 Martin Hongla (19′)


1-1 Kiril Despodov (53′)


2-1 Ritchie De Laet (72′)


3-1 Manuel Benson (87′)


Rautt spjald: Dragoş Grigore, Ludogorets (90+1′)

K-riðill:

CSKA Moskva 0 – 1 Wolfsberger AC


0-1 Dario Vizinger (22′)

Feynoord 0 – 2 Dinamo Zagreb


0-1 Bruno Petković (45+5′)(Víti)


0-2 Lovro Majer (53′)

L-riðill:

Crvena Zvezda 0 – 0 Hoffenheim

Gent 1 – 2 Slovan Liberec


0-1 Kamso Mara (32′)


0-2 Abdulla Yusuf Helal (55′)


1-2 Roman Yaremchuk (60′)

Innlendar Fréttir