Um borð í Hrafni er starfræktur vindlaklúbbur sem hefur það að markmiði að í lokaþrifum hvers túrs setjast menn niður og reykja saman einn vindil til hátíðarbrigða og fagna þar með lok veiðiferðar. Stofnfélagar voru upprunalega tveir, Þeir Brynjólfur og Ingi en fljótlega bættist í hópinn og um tíma urðu þeir fimm sem strompreyktu í lok veiðiferðar.

 

Hins vegar hefur einum verið vikið úr klúbbnum vegna siðabrots en  Ragnari var vikið úr klúbbnum vegna þess að hann bara þáði en lagði ekkert til sjálfur. Eðlilega er Raggi ósáttur og liggur nú undir feldi og hugsar ráð sitt…

Það er nefnilega óskrifaðar reglur að menn koma með sína vindla sjálfir og ef þeir hafa farið erlendis er það líka óskrifuð regla að færa klúbbnum nýjar tegundir vindla. Þeir eru síðan prófaðir eins og segir í lok túrs.

Við munum flytja frekari fréttir af vindlaklúbbnum í framtíðinni eins og kostur er….