Brynjólfur sýgur vindilinn af áfergju

Nú berast fréttir af stífum fundahöldum vindlaklúbbsins en eins og kunnugt er er skipið á landleið og allir í Valsgenginu á leið í amk 10 vikna frí vegna áformaðs slipps 15 maí nk.

Er blm reyndi að fá upp hvert fundarefni hefði verið sló þögn á mannskapinn og enginn vildi láta hafa neitt eftir sér að svo stöddu. Blm tók þó eftir nýjum meðlim í klúbbnum, en það er sjálfur skiptjórinn Valur sem virðist hafa verið innlimaður í dag en það er þó óljóst þar sem ekkert fæst uppgefið um fundinn í vindlaklúbbnum. En við munum að sjálfsögðu segja ykkur nýjustu vendingar um leið og þær spyrjast út 🙂

Valur skipstjóri mundar vindilinn

Nýjustu fregnir herma að Valur skipstjóri hafi aðeins verið boðsgestur á þessum fundi…. Framtíð hans í klúbbnum er óskrifað blað…

….fréttin hefur verið uppfærð