6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði

Skyldulesning

Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Oddi er langstærsta fyrirtæki Patreksfjarðar og það þriðja stærsta á Vestfjörðum í hefðbundnum sjávarútvegi með áttatíu manns í vinnu. Það er núna farið að kaupa eldislax, bæði frá Arnarlaxi og Arctic Fish, til frekari vinnslu. Til þessa hafa fiskeldisfyrirtækin selt laxinn að mestu óunninn úr landi en þó slægðan.

Frá laxavinnslunni á Patreksfirði.Oddi hf.

Varan gerist vart ferskari.

„Honum er slátrað að morgni. Við flökum hann innan 6-8 tíma frá því honum er slátrað. Síðan er hann fluttur ferskur í veg fyrir skip eða flug,“ segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf.

Fyrir vikið er þetta eftirsótt matvara. Skjöldur segir fiskinn flakaðan fyrir dauðastirnun. Í laxaheiminum sé varan vinsæl fyrir sushi-veitingastaði og betri reykhús.

Oddi hóf vinnsluna í ágúst. Ekki er unnt að nýta sömu fiskvinnsluvélar og í botnfiski og því voru keypt ný tæki frá Marel. 

Framkvæmdastjórinn segir áætlað að vinna tvö til þrjú þúsund tonn af laxi á ári. Heimsfaraldurinn hafi hins vegar gert markaði mjög erfiða og sökum þess fari vinnslan hægar af stað.

„En við þurfum bara að vera þolinmóð.“

Frá Patreksfjarðarhöfn. Oddi er stærsta fyrirtæki byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson

Skjöldur segir þetta verða búbót fyrir samfélagið

„Við fjölgum í kringum 10-14 manns að minnsta kosti, þegar allt er komið af stað hjá okkur, að lágmarki. Og með öðrum störfum – við þurfum að reka flutningabíl og annarskonar tæknimann og fleira – þá eru þetta svona 16-18 störf sem skapast við þetta hjá okkur,“ segir framkvæmdastjóri Odda.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir