Vinsælasta lykilorð heims er alveg ótrúlega lélegt – DV

0
52

Ert þú latur/löt þegar kemur að því að velja lykilorð? Það má að minnsta kosti leiðum líkum að því að margir séu ansi latir og hugmyndasnauðir þegar kemur að því að velja nýtt lykilorð. Niðurstöður nýrrar rannsóknar frá tölvuöryggisfyrirtækinu Nordpass sýna að minnsta kosti en fólk notar enn mjög léleg og óörugg lykilorð. Það kemur nú eiginlega jafn mikið á óvart og sú staðreynd að sólin sest á degi hverjum að vinsælasta lykilorðið í heiminum er „123456“!

Önnur vinsæl lykilorð eru „12345678“, „password“ og „admin“.

Nordpass tók saman lista yfir 20 vinsælustu lykilorðin en rannsókn fyrirtækisins náði til 35 landa. Hún byggist á greiningu á stórum gagnalekum á þessu ári þar sem lykilorð ganga kaupum og sölum á djúpnetinu.

Almenn tilhneiging er til að lykilorð að efnisveitum séu í veikari kantinum. Líklegast vegna þess að það er ekki svo mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum sem er hægt að stela þar annað en að þrjótarnir geta séð að þú hefur mjög gaman af að horfa á Barbie eða heimildarmyndir um matargerð á tímum steinaldarmanna.