5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Vinsælasti maður Tinder afhjúpar besta ráðið sitt

Skyldulesning

Breska fyrirsætan Stefan-Pierre Tomlin er þekktur sem vinsælasti maður Tinder. Árið 2017 gaf Cosmopolitan út lista yfir þrettán vinsælustu menn og konur á stefnumótaforritinu Tinder í Bretlandi.

Hann er enn ofarlega á listanum og gefur nú sitt besta ráð þegar kemur næla sér í stefnumót í gegnum Tinder.

„Hafðu smá karakter í lýsingunni þinni, alveg klárlega,“ segir hann í viðtali við Perth Now.

„Það er tilgangslaust að líta vel út á myndum ef það er leiðinlegt að tala við þig. Ég sækist alltaf eftir góðum persónuleika, einhverjum sem ég get hlegið með.“

Eftir að Stefan-Pierre var opinberaður sem „vinsælasti maður Tinder“ segist hann hafa fengið athygli frá mörgum stjörnum, meðal annars raunveruleikastjörnum úr Love Island og Katie Price. Hann segir að draumakona sín sé Margot Robbie.

Innlendar Fréttir