8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Vinsælustu uppskriftirnar á Google árið 2020

Skyldulesning

Netverjar leituðu mest að uppskrift að súrdeigsbrauði eða Dalgona kaffi á Google árið 2020.

Leitarvélin tók nýlega saman lista yfir vinsælustu leitarorðin í ár og voru þessar tvær uppskriftir áberandi vinsælar.

Það er óhætt að segja að það hafi orðið sprengja í heimasúrdeigsbakstri hér á landi. Samkomubannið ýtti aðeins undir bakstursgleði landsmanna og eru rúmlega tólf þúsund manns í íslenska Facebook-hópnum Súrdeigið.

Sjá einnig: Brauð til að monta sig af: Kolbikasvart súrdeigsbrauð

Dalgona kaffið

Í mars gerði kaffirjóma-trendið, betur þekkt sem dalgona kaffi, allt vitlaust á samfélagsmiðlum. Þetta er vinsælasta uppskriftin yfir allt árið á Google.

Um er að ræða grískan kaffidrykk sem kallast Dalgona. Dalgona kaffi er kaldur latte drykkur með sætri og flauelsmjúkri froðu ofan á.

Þú þarft aðeins fjögur hráefni í drykkinn og í rjómann þarftu aðeins þrjú.

Hráefni

2 msk instant kaffi

2 msk sykur (líka hægt að nota hlynsíróp)

2 msk sjóðandi heitt vatn

Aðferð

Settu öll hráefnin í skál og þeyttu þar til þú færð flauelsmjúka áferð.

Dalgona kaffi

Settu klaka og mjólk að eigin vali í glas. Næst seturðu rjómann í glasið og hrærir svo í.

Einfaldara verður það ekki. Þú getur horft á myndbandið hér að neðan og séð hvernig á að gera þetta.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir