0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Virðist kasta bensínsprengju inn í íbúðina

Skyldulesning

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar myndband sem sýnir einhvern kasta því sem virðist vera bensínsprengja í gegnum rúðu íbúðar í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal.

Þetta staðfestir Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri og segið málið í rannsóknarferli. „Það er verið að skoða alla króka og kima af þessu,“ segir hann.

Eldur kviknaði í íbúðinni í Úlfarsárdal í gær og er grunur um íkveikju.

Lögreglan rannsakar málið.

Lögreglan rannsakar málið.

Vísir greindi frá því að eigandi íbúðarinnar sé sá sami og birti á facebooksíðu sinni myndband af sér ganga í skrokk á öðrum manni. Valgarður vildi ekki staðfesta það í samtali við mbl.is.

Innlendar Fréttir