4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Vísa kvörtunum Samherja frá

Skyldulesning

Kvörtunum Samherja hefur verið vísað frá.

mbl.is/Sigurður Bogi

Kvörtun Samherja til nefndar um dómarastörf vegna vinnubragða Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara hefur verið vísað frá. Hið sama á við kvörtun félagsins til nefndar um eftirlit með lögreglu vegna Finns Þórs Vilhjálmssonar fulltrúa héraðssaksóknara.

Þetta kemur fram í umfjöllun Ríkisútvarpsins.

Í desember úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að KPMG skyldi afhenda saksóknara endurskoðunargögn er varða Samherja. Í kjölfarið kærði Samherji úrskurðinn til Landsréttar sem segir í úrskurði sínum frá 28. janúar aðfinnsluvert að að héraðsdómur hafi komist að niðurstöðu án þess að hafa haft viðeigandi rannsóknargögn undir höndum.

Fram kemur í niðurstöðu nefndar um dómarastörf vegna kvörtunar Samherja, að með því að málinu var vísað aftur til héraðsdóms og við afgreiðslu málsins á ný hafi verið gerðar þær úrbætur sem Landsréttur taldi nauðsynlegar, sé ekki grundvöllur fyrir kvörtun Samherja á hendur dómaranum.

Þá gerði Samherji athugasemd við starfshætti fulltrúa héraðssaksóknara þar sem hann hafi ekki lagt fram gögn þegar hann leitaði til héraðsdóms vegna gagna KPMG er tengjast Samherja. Var kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu, en í svari nefndarinnar við fyrirspurn Ríkisútvarpsins var kvörtuninni vísað frá þar sem verksvið nefndarinnar nái ekki til ákæruvaldsins nema það varði störf lögreglu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir