Vísindamenn uppgötvuðu ensím sem getur breytt lofti í hreina orku – Opnar algjörlega nýja möguleika – DV

0
86

Lengi hefur verið vitað að ættingi berklabakteríunnar getur breytt vetni úr andrúmsloftinu í rafmagn. Nú hafa vísindamenn uppgötvað hvernig. Live Science segir að vísindamenn hafi uppgötvað ensím sem breyti vetni í rafmagn. Telja þeir að hægt verði að nota þetta til að búa nýja og umhverfisvæna leið til að framleiða orku úr lofti.

Ensímið, sem er kallað Huc, er notað af bakteríunni Mycobacterium smegmatis til að draga orku úr vetni í loftinu en það verður hún að gera til að lifa af við erfiðar aðstæður þar sem skortur er á næringu.

Vísindamenn segja að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós að hægt sé að nota ensímið til að búa til raforku úr hreinu lofti. Þetta sé aðferð sem sé hægt að nota til að knýja lítil rafmagnstæki. Niðurstöður rannsóknar þeirra hafa verið birtar í vísindaritinu Nature.

Rhys Grinter, örverufræðingur við Monash háskólann í Ástralíu, sagði Live Science að hugsanlega verði hægt að nota þessa aðferð til að knýja lítil rafmagnstæki. Ef Huc fái hreinna vetni framleiði ensímið meira rafmagn og það þýði að það sé hægt að knýja flóknari rafmagnstæki, til dæmis snjallsíma og hugsanlega bíla.