5 C
Grindavik
6. maí, 2021

Vistaður í þágu rannsóknar

Skyldulesning

Skömmu fyrir miðnætti stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu för ökumanns vegna rásandi aksturslags. Hann verður kærður fyrir eftirfarandi brot: Ölvun við akstur, nytjastuld ökutækis, akstur undir áhrifum fíkniefna og að aka sviptur ökuréttindum. Maðurinn er vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt var til lögreglu um grunsamlegar mannaferðir á vinnusvæði í Garðabæ. Lögregla hafði afskipti af tveimur drengjum en þeir reyndu að hlaupa undan lögreglu. Rætt við foreldra og verður málið tilkynnt barnavernd.

Haft var samband við lögreglu í Kópavogi og Breiðholti í gær vegna búðarþjófnaðar. Þegar lögregla kom á vettvang var búið að greiða fyrir vöruna en lögreglan mun hafa samband við foreldra vegna aldurs geranda.

Lögreglan á sömu lögreglustöð fékk tilkynningar um tvö möguleg sóttvarnabrot í gær. Tilkynnt um hugsanlegt brot á sóttvarnalögum á íþróttaæfingu. Eftir stutta rannsókn lögreglu var allt framkvæmt samkvæmt gildandi reglum og ekki þörf á frekara inngripi.

Aftur tilkynnt um hugsanlegt brot á sóttvarnalögum á veitingastað. Ekki á rökum reist þegar lögreglu bar að.

Lögreglan á stöð 1, sem sinnir Seltjarnarnesi, Vesturbæ, miðborginni og Austurbæ, fékk tilkynningu um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli seint í gærkvöldi. Tjónþoli telur sig vita hver gerandi er og verður málið kært til lögreglu.

Eftir miðnætti var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann verður einnig kærður fyrir skjalafals (röng skráningarnúmer á bifreið), að aka sviptur ökuréttindum og þjófnað.

Annar ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var látinn laus líkt og hinn að lokinni sýnatöku.

Tveir ökumenn í Breiðholti og Kópavogi voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Annar þeirra er einnig án ökuréttinda.  

Lögreglan á stöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, var kölluð út ásamt sjúkraflutningafólki vegna manns sem féll af hestbaki. Meiðsl knapans reyndust minni háttar en hann var samt fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 

Tilkynnt var til lögreglu á stöð 4 um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri voru tveir ökumenn á Akureyri stöðvaðir í nótt fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir