Þremur eldingum sló niður hið minnsta í nótt nærri höfuðborgarsvæðinu. Ljósmynd/Karen Ósk Lúthersdóttir
Margir íbúar höfuðborgarsvæðisins hrukku upp við háværar drunur og leiftrandi ljós í nótt.
Samkvæmt vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands sást til tveggja eldinga í nótt og heyrðist í þeirri þriðju – alls varð þrisvar vart við eldingar.
Aðeins ein þeirra mældist þó í kerfum Veðurstofunnar. Sú sem sést á kortinu hér að neðan sást vel frá höfuðborgarsvæðinu. Birgir Örn Höskuldsson, vakthafandi veðurfræðingur, segir að önnur hafi síðan fylgt strax í kjölfarið.
Haldi áfram í dag og morgun
Þá heyrðist í vel í einni eldingu um klukkan hálf fimm í morgun.
Birgir Örn segir að miklar líkur séu á áframhaldandi eldingaveðri í dag og á morgun.
Viðbrögðin á Twitter stóðu ekki á sér:
Hvort eru þetta mjög undarlegar þrumur og eldingar, eða eitthvað enn furðulegra, sem er að lýsa upp himininn og búa til læti?
— Alexandra Briem (@OfurAlex) March 15, 2022
Í sekúndubrot hélt ég að þetta væri sprengjan, stóra stundin runnin upp. Og ætlaði að drífa mig að senda á nokkra aðila hvernig þeir mega fokka sér en þetta voru bara eldingar
— Jón Bjarni (@jonbjarni14) March 15, 2022
hélt að einhver væri að taka mynd inn um gluggann minn
— slemmi (@selmalaraa) March 15, 2022
Okay þvílíkur blossi og þessu langs þruma líka 🤯🤯🔥🔥👀 er jafn upptjúnaður og þegar ég sá eldingu í fyrsta skipti 3 ára, damn 🤯🤯🤯
— Daníel Ingi Fimmvörðuháls (@DFimmvorduhals) March 15, 2022
Uh? Þrumur og eldingar??? Eða helluð tilviljun af ljósi að flasha og svo hávaða??
— 🇵🇸 🇺🇦 Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) March 15, 2022