Vonar að Messi snúi aftur heim – Eitthvað sem allir vilja – DV

0
132

Ronald Araujo, varnarmaður Barcelona, vill mikið sjá goðsögnina Lionel Messi snúa aftur til félagsins.

Messi hefur verið orðaður við endurkomu en hann leikur í dag með Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Messi spilaði nánast allan sinn feril með Barcelona en samdi við PSG árið 2021 vegna fjárhagsvandræða spænska liðsins.

Margir vonast eftir því að Messi snúi aftur og endi ferilinn í Barcelona og er Araujo einn af þeim.

,,Ég myndi elska það að fá hann aftur hingað. Hann er besti leikmaður heims og þetta er hans heimili,“ sagði Araujo.

,,Ef hann kemur aftur þá myndi það hjálpa okkur að vinna Meistaradeildina. Vonandi er möguleiki á endurkomu. Við viljum allir fá hann.“