2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Vonar að Rússar losi sig við illmenni úr stjórn

Skyldulesning

Sigurður Ingi Jóhannsson stígur af sviðinu eftir setningarræðu sína á …

Sigurður Ingi Jóhannsson stígur af sviðinu eftir setningarræðu sína á flokksþinginu í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

„Vonandi verður stríðið ekki langt, er búið að vera of langt nú þegar, vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi næst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmenni úr Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands sem Rússland er,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, í ræðu sinni á flokksþingi í dag.

Sigurður Ingi hóf ræðu sína á að tala um stríðið í Úkraínu. Í því samhengi rifjaði hann upp að hafa alist upp á tímum kalda stríðsins.

Sagðist hann hafa haldið að hann myndi aldrei upplifa þessa ógnartilfinningu aftur. 

Samstaða eina svarið

„Við þessari árás Rússa á sjálfstætt ríki bræða sinna og systra í Úkraínu er aðeins eitt svar og það er samstaða,“ sagði Sigurður Ingi.

Þá minntist hann á þátttöku Íslands í Atlantshafsbandalaginu og sagði að landið myndi áfram taka þátt í starfi þess af einurð.

„Okkar þekking í vopnabrölti er lítil en þekking okkar í að byggja upp innviði er mikil og getur komið til góða þegar kemur að því að byggja upp eftir stríð.“

Orkumálin voru áberandi í ræðu Sigurðar Inga og sagði hann að útflutningur á rafeldsneyti gæti orðið mikilvægur til að ná stærðarhagkvæmni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir