7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Vonbrigði að heyra af partístandi næturinnar

Skyldulesning

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Vísir/Vilhelm

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það ákveðin vonbrigði að heyra fréttir af partístandi og hópamyndunum í gær og í nótt. Hún telur þó langflesta Íslendinga samtaka í sóttvarnaaðgerðum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í morgun að töluvert hefði verið af samkvæmum í gærkvöldi og í nótt. 30 tilkynningar bárust lögreglu vegna hávaða í heimahúsi og sagði lögreglan í dag dagbók sinni augljóst væri að margir virtust hafa slakað á gagnvart kórónuveirufaraldrinum.

Þá vakti athygli hópamyndun sem átti sér stað á Laugavegi í gær þegar tónlistarmaðurinn Auður söng fyrir vegfarendur lög sín.

Svandís segir Íslendinga flesta sammála um að skynsamlegast sé að reyna að forðast hópamyndanir eins og hægt sé.

„Því það er auðvitað mjög verðmætur tími fram undan og það væri leiðinlegt fyrir fólk að vera annað hvort bundið í sóttkví eða einangrun á jólunum þegar fjölskyldan kemur saman.“

10 manna samkomubann er í gildi fram á 12. janúar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það skipti engu hversu harðar sóttvarnaaðgerðir séu, þeim yrði að fylgja samtakamáttur þjóðarinnar um að fylgja þeim til að ná árangri í baráttu við veiruna.

Svandís telur að Íslendingar vilji langflestir fylgja þessum tilmælum.

„Íslendingar hafa verið það í gegnum þennan faraldur og kannanir sýna okkur að það eru ríflega 90 prósent sem hafa trú á aðgerðum stjórnvalda og það er frekar stöðugt hér á Íslandi vel flest stödd þar.“


Tengdar fréttir


Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu.


Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir