-1 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Vongóðir um að Telles geti spilað um helgina

Skyldulesning

Forráðamenn Manchester United, eru vongóðir um að vinstri bakvörðurinn Alex Telles nái að spila með liðinu um næstkomandi helgi. Telles er sagður hafa greinst Covid-19 í annað skipti og nú í landsliðsverkefni með Brasilíu.

„Jákvæð niðurstaða úr skimun Alex þýðir ekki endilega að hann hafi greinst í annað skipti með Covid-19,“ sagði í yfirlýsingu sem enska félagið gaf frá sér í dag.

Telles var greindur með Covid-19 undir lok októbermánaðar og talið var að hann væri búinn að ná sér af veirunni og væri ekki lengur smitandi þegar hann var valinn í landslið Brasilíu. Verið er að kanna stöðuna á leikmanninum núna og fá úr því skorið hvort hann sé smitandi.

„Við vonum enn að leikmaðurinn megi spila á laugardaginn í ensku úrvalsdeildinni,“ stóð í yfirlýsingu Manchester United.

Telles gekk til liðs við Manchester United frá Porto í byrjun þessa tímabils. Hann náði að spila einn leik fyrir félagið áður en hann greindist með Covid-19.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir