Vonir um nýjar getnaðarvarnarpillur með mun minna hormónainnihaldi – DV

0
144

Margar konur vilja ekki nota getnaðarvarnarpillur því hormónarnir, sem virkni þeirra byggist á, hafa einnig áhrif á heilann og geta aukið hættuna á þunglyndi, kvíða og öðrum sálrænum vandamálum. Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem alþjóðlegur hópur vísindamanna gerði, benda til að hugsanlega sé hægt að minnka magn prógesteróns og estrógens í pillunum mjög mikið án þess að það dragi úr virkni þeirra sem getnaðarvarnar.

Rannsóknin byggist á spá reiknilíkans á tíðahring kvenna og hvernig hormónarnir breytast þegar dregið er úr magni hormóna í pillunni. Videnskab hefur eftir Michael Winterdahl, doktor við Árósaháskóla, að þetta veiti vitneskju um hvernig sé hægt að búa til einstaklingsmiðaðri pillur í framtíðinni.