10.2 C
Grindavik
24. júní, 2021

Voru jafnir en Klopp vann á fleiri at­kvæðum frá lands­liðs­þjálfurum

Skyldulesning

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann.

Klopp stóð hins vegar uppi sem sigurvegari. Það er vegna þess að hann fékk fleiri atkvæði frá landsliðsþjálfurum.

Landsliðsþjálfarar og -fyrirliðar kjósa um bestu leikmennina og þjálfarann en auk þess hafa stuðningsmenn og nokkrir blaðamenn atkvæðarétt.

Klopp vann ensku úrvalsdeildina með Liverpool á meðan Bæjarar unnu bæði þýsku úrvalsdeildina, bikarinn og Meistaradeildina undir stjórn Flick.

Þetta var annað árið í röð sem Klopp vinnur þjálfari ársins hjá FIFA.

OFFICIAL: Jurgen Klopp and Hansi Flick were tied on points at 24.

However, due to more votes from national coaches, Jurgen Klopp was named as the winner of #TheBest Men’s Coach of 2020. pic.twitter.com/oyVw40K0ti

— Squawka News (@SquawkaNews) December 17, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir