3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Vottorð til að ferðast milli landa

Skyldulesning

Vegabréf var til skamms tíma nægilegt ,,vottorð“ til að komast á milli landa. Raunar var vegabréfið á útleið í Evrópu, sbr. Schengen-samstarfið. En nú þurfa þeir sem ferðast á milli landa að framvísa vottorði um að vera ekki smitberar Kínaveirunnar.

Enginn veit hve lengi farsóttin varir. Í sögulegu samhengi er viðmiðið tvö ár. Svarti dauði á 15. öld geisaði í tvö ár hérlendis, en rauk upp í kviðum á 14. öld í Evrópu. Spænska veikin eftir lok fyrri heimsstyrjaldar var um tveggja ára faraldur.

Við erum hálfnuð með farsóttina um þessar mundir. Hún gæti styst vegna bólusetningar. Kannski að rekunum verði kastað á hana síðsumars eða í haust. 

En það er ekki víst að hægt verði að ferðast milli landa án vottorðs, þótt farsótt linni. Sé tekið með í reikninginn að faraldur eins og Kínaveiran nánast lokar samfélögum er ósennilegt að landamæri verði opnuð á gátt í bráð.


Innlendar Fréttir