6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Vottorðakröfu frestað fram á næsta ár

Skyldulesning

200 mílur

| mbl
| 14.9.2021
| 15:50

Fiskmarkaðurinn í Grimsby tekur við miklum fiski frá Íslandi. Nú hefur gildistöku nýrra reglna um innflutninginn verið frestað.

AFP

Gildistaka innflutningsreglna breskra yfirvalda fyrir dýraafurðir frá evrópska efnahagssvæðinu hefur verið frestað á ný og eiga nú að taka gildi á næsta ári. Bresk yfirvöld tilkynntu um frestunina á vef sínum í dag.

Áður áttu nýjar reglur að öðlast gildi 1. október en nú mun krafa um forskráningu dýraafurða fyrir komu til Bretlands taka gildi 1. janúar 2022. Í því felst að sérstök tilkynning þarf að berast breskum stjórnvöldum að minnsta kosti 24 tíma áður en til að mynda fiskur frá Íslandi kemur til hafnar í Bretlandi. Þá mun krafa um heilbrigðisvottanir á að taka gildi 1. júlí 2022.

Reglurnar áttu fyrst að taka gildi 1. apríl, en var frestað til 1. október. Breytingarnar koma til í kjölfar breyttra aðstæðna viðskiptasambandi evrópska efnahagssvæðisisn og Bretlands í kjölfar Brexit.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir